Mikilvægt að sleppa takinu á kvíðanum

„Meðgöngujóga kennir konum að ná tökum á andardrættinum og nota hann í fæðingunni.

Það kennir konum auk þess að slaka á og sleppa takinu á kvíða fyrir fæðingunni,“ segir Rósa Traustadóttir, jógakennari á Selfossi.

Nýtt meðgöngujóganámskeið hefst 28. apríl í Jógastöðinni Selfossi en Rósa hefur kennt meðgöngujóga samhliða venjulegu jóga í ellefu ár.

„Meðgöngujóga kennir konum einnig að læra að nýta slökunina þegar færi gefst og njóta þess að vera, án þess að vera alltaf að gera eitthvað,“ segir Rósa.

Rósa segir að meðgöngujóga þarfnist ekki neinnar kunnáttu í jóga og sé fyrir allar ófrískar konur, sama á hvaða aldri þær eru. Æskilegt sé þó að konurnar séu komar að minnsta kosti þrjá mánuði á leið.

„Ég hef hitt margar konur eftir fæðingu og sem voru í meðgöngujóga hjá mér og allar eiga það sammerkt að námskeiðið hjálpaði þeim mjög mikið í gegnum fæðinguna. Sumar segja jafnvel að þær hefðu ekki getað þetta án jóga!“ segir Rósa að lokum.

Fyrri greinMegasarafmæli á menningarkvöldi
Næsta greinÚtibúi Landsbankans í Sparisjóðnum lokað