Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn upp úr klukkan sjö í morgun eftir að tilkynning barst Neyðarlínunni um þrjár stúlkur í vandræðum á bát á vatninu.
Um var að ræða uppblásin bát sem var farin að fyllast af vatni og gátu þær ekki siglt honum að landi. Kallaðar voru út allar björgunarsveitir í Árnessýslu, ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, sjúkraflutningamenn frá suðurlandi og Reykjavík og þyrla Landhelgissgæslunnar ásamt lögreglu.
Nú rétt fyrir klukkan átta komust stúlkurnar í land af sjálfsdáðum. Þær voru orðnar blautar og mjög kaldar og hlutu aðhlynningu hjá sjúkraflutningamönnum.