Mikill viðbúnaður vegna slyss við Brúará

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Neyðarlínan fékk tilkynningu kl. 16:15 í dag um að einstaklingur hafi fallið í Brúará í Biskupstungum, við Hlauptungufoss.

Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því nú á sjötta tímanum að hann væri fundinn en ekki er hægt að veita upplýsingar um ástand hans að svo stöddu.

Mikill viðbúnaður var vegna slyssins; straumvatnsbjörgunarhópar frá björgunarsveitum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út, sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Brunavarnir Árnessýslu og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum rannsóknardeildar Lögreglustjórans á Suðurlandi.

Fyrri greinÉg tengi ekki neitt við baðferðir
Næsta greinHamarsmenn ennþá stigalausir