Mikill viðbúnaður við Pizza Islandia

Allt tiltækt slökkvilið í Árborg var kallað að veitingastaðunum Pizza Islandia við Eyraveg á Selfossi kl. 22:47 í kvöld þar sem tilkynnt var um mikinn reyk innandyra.

Reykkafarar brutu upp aðaldyr hússins og þegar inn var komið kom í ljós að gleymst hafði að slökkva á ristatæki. Reykurinn reyndist ekki eins mikill og í upphafi var talið og tók skamma stund að lofta út á staðnum.

Mikill viðbúnaður var vegna útkallsins en veitingahúsið er sambyggt þriggja hæða íbúðarhúsi þar sme verslunin Doremi er á jarðhæð.

Fyrri greinÁgúst: Vorum með hjartað í buxunum
Næsta greinOpnað inn í Þórsmörk