Mikill meirihluti hlynntur breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss

Teikning af yfirbragði byggðar og tengslum hennar við Sigtúnsgarð, gerð af Batteríinu Arkitektum.

Niðurstöður ráðgefandi íbúakönnunar um breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss liggja fyrir en 1.655 íbúar tóku þátt og voru 1.468 íbúar eða 89% hlynntir breytingunum en 187 eða 11% andvígir.

Breytingin felur í sér að minnka Sigtúnsgarð um 2.800 fermetra en á móti verður heildarstærð almenningsrýma í miðbænum aukin um 1.400 fermetra, auk þess sem byggð við Sigtúnsgarð verður lágreistari en áður var fyrirhugað.

Þátttaka í könnuninni var rétt tæplega 20% en 8.936 íbúar 16 ára og eldri áttu möguleika á að taka þátt.

Fyrri greinJafnt í Suðurlandsslagnum – Uppsveitir fengu skell
Næsta greinKatla og Einar best á Selfossi