Mikill erill hjá lögreglunni á Suðurlandi

Til marks um mikið umfang lögreglu á Suðurlandi í liðinni viku voru hátt í 300 skráð verkefni í dagbók lögrelunnar. Fjöldi fólks var á ferð í umdæminu um helgina hvort heldur til fjalla eða á láglendi.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur, einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og 60 fyrir hraðakstur.

Mikill viðbúnaður var vegna nokkurra óhappa, vélsleðamaður slasaðist við Landmannalaugar og farþegi í jeppabifreið slasaðist þegar bílnum var ekið fram af snjóhengju í Jökulheimum.

Þá voru fjórir ræðarar fluttir á slysadeild eftir að hafa lent í Holtsós undir Eyjafjöllum. Fjórmenningarnir voru allir í flotvestum og var bjargað í land eftir að hafa verið 40 mínútur í vatninu. Allir voru nokkuð vel á sig komnir miðað við aðstæður en voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar.

Fyrri greinKajakræðurum bjargað úr Holtsósi
Næsta greinAlvarlegt umferðarslys við Landvegamót