Mikill áhugi á störfum í Stekkjaskóla

Byggingarsvæði Stekkjaskóla í Björkurstykki. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Nýlega auglýsti Sveitarfélagið Árborg ýmsar stöður við Stekkjaskóla, nýjan grunnskóla á Selfossi. Skólastjórnendur eru nú að fara yfir umsóknir og taka viðtöl við umsækjendur.

Alls bárust 176 umsóknir í 24 stöður við skólann en um er að ræða 21 stöðugildi. Nokkrir sóttu um fleiri en eina stöðu og voru umsækjendur alls 138. Í frétt frá Árborg segir að ánægjulegt sé að stór hópur umsækjenda er með leyfisbréf kennara.

Um 140 nemendur hefja nám í 1.-4. bekk næsta haust í færanlegum kennslustofueiningum en haustið 2022 verður svo fyrsti áfangi nýrrar skólabyggingar tekinn í notkun.

Stekkjaskóli. Mynd/Árborg
Fyrri greinStarfsmaður ION hótela greindist með kórónuveirusmit
Næsta greinÞórsarar aftur í 2. sætið