Mikil velta á fasteignamarkaði

Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alls var 111 kaupsamningum um fasteignir á Suðurlandi þinglýst í maí 2020. Heildarveltan á svæðinu var rúmlega 3,8 milljarðar króna.

Af þessum 111 samningum voru 18 samningar um eignir í fjölbýli, 45 samningar um eignir í sérbýli og 48 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan á svæðinu er tæpum einum milljarði króna hærri en í sama mánuði í fyrra.

Alls voru 53 samningar um eignir á Selfossi, í Hveragerði og Þorlákshöfn. Þar af voru 12 samningar um eignir í fjölbýli, 32 samningar um eignir í sérbýli og 9 samningar um annars konar eignir. Á Árborgarsvæðinu var heildarveltan rúmlega 2,2 milljarðar króna, sem er rúmlega 230 milljónum króna meira en í sama mánuði í fyrra.

Fyrri greinHornafjörður segir upp samningi um rekstur hjúkrunarheimilis
Næsta greinBannað að borða á belgnum