Mikil vatnsréttindi fylgja

Sjávarjörðin Nes í Selvogi hefur verið auglýst til sölu en um er að ræða 2.440 hektara jörð austanmegin við Strandakirkju.

Að sögn Sigurbjörns Friðrikssonar, fasteignasala hjá Fasteignasölunni Torg í Garðabæ, býður jörðin upp á gríðarlega möguleika og horfa menn þar einkum til vatnsuppspretta á jörðinni.

Telur Sigurbjörn að hún gæti nýst vel til atvinnuuppbyggingar í Ölfushreppi. Ásett verð er 175 milljónir króna.

Fyrri greinMjög góðar horfur í kornræktinni
Næsta grein200 milljónir ofan í skúffu Landsbankans