Mikil umferð á bökkum Ölfusár

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að bökkum Ölfusár við Selfoss í dag og fylgst með framgangi vatnavaxtanna þar.

Rennslið hefur minnkað lítillega í Hvítá við Fremstaver frá því í morgun en á fimmta tímanum í dag var rennslið komið yfir 1.200 m3/sek í Ölfusá við Selfoss. Flóðið 2007 varð mest 1.300 m3/sek en mun meira í desember 2006. Búist er við að enn muni bæta í flauminn í kvöld.

Krafturinn í ánni er ógurlegur þar sem hún þrýstist fram í þrengingunni undir brúnni áður en hún breiðir aftur úr sér fyrir neðan Selfosskirkju.

Selfyssingar hafa hins vegar oft séð meira í ánni en þetta, en hún er bakkafull við brúarstæðið.

Fólk er beðið um að fara varlega á árbakkanum.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem ljósmyndari sunnlenska.is tók á árbakkanum síðdegis í dag.

olfusa260213_1gk_809230604.jpg

olfusa260213_2gk_234405065.jpg
olfusa260213_3gk_666879405.jpg
olfusa260213_4gk_136965122.jpg
olfusa260213_5gk_932942329.jpg
olfusa260213_6gk_229516382.jpg
olfusa260213_7gk_247899257.jpg
olfusa260213gk_pan_855451275.jpg
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinLíkleg flóðasvæði kortlögð
Næsta greinEnn vex í Ölfusá