Mikil skjálftavirkni í Mýrdalsjökli

Mikil skjálftavirkni hefur verið við Goðabungu í Mýrdalsjökli síðasta sólarhring. Á þriðja tug smáskjálfta hafa mælst á svæðinu frá miðnætti.

Sá stærsti mældist í nótt en reyndist vera 2,6 á richter.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands þá hafa yfir 800 skjálftar mælst á svæðinu en til samanburðar mældust um 300 skjálftar á sama svæði fyrir ári síðan.

Svo virðist sem skjálftavirkni hafi stóraukist eftir hlaupið í Múlakvísl en þrjú hundruð skjálftar mældust aðeins í síðustu viku.

Að sögn sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands er ekki meiri hætta á eldgosi í Kötlu, frekar en í gær. Engar vísbendingar benda til þess. Þá benda sérfræðingar á að svipuð virkni er í jöklinum nú og árið 1955. Þá gaus ekki heldur.

Hitt eru sérfræðingar þó vissir um, sem er að sú aukning sem hefur orðið á skjálftavirkni á svæðinu, bendi til einhverra breytingar í jörðinni frá því hlaupið varð í Múlakvísl.

Frétt á Vísi

Fyrri greinSuður-Landeyingum dæmdur sigur
Næsta greinÞrír fengu gullmerki GSÍ