Mikil og lúmsk hálka í Árnessýslu

Mikil og lúmsk hálka í uppsveitum Árnessýslu og neðst í Ölfusinu. Aðstæður eru þannig að vegir virðast einungis vera blautir en eru í raun mjög hálir.

Lægt hefur og rofað mikið til sunnanlands í dag þannig að vegyfirborðið kólnar nú og myndast glæraísing á vegum.

Lögregla sinnti í dag bílveltu kl. 15:14 á Biskupstungnabraut við Stangarlæk þar sem jeppabifreið rann út af veginum og valt þar nokkrar veltur og að lokum á hliðina ofan í skurð.

Ökumaður með minniháttar meiðsli og fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til frekari skoðunar. Bifreiðin verður fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.

Fyrri greinTvö óveðursútköll hjá BFÁ
Næsta greinÓdýrast að æfa fimleika og handbolta á Selfossi