Mikil aukning í lifrarbræðslu og gæludýrafóðri

Starfsemi Lýsis í Þorlákshöfn hefur gengið mjög vel það sem af er ári að sögn Kjartans Ólafssonar framkvæmdastjóra.

Að sögn Kjartans hefur félagið nú verið að njóta þeirra framkvæmda sem ráðist var í á síðasta ári en þá var ketils- og innmatshús reist auk þess sem nýjar þrær voru teknar í notkun.

Kjartan sagði að líklega væri lifrarbræðslan um 20 til 25% meiri en á síðasta ári. Hjá Lýsi í Þorlákshöfn starfa nú 47 manns en Kjartan sagðist eiga vona á að þeir yrðu um 55 í vetur.

Mikil uppgangur hefur verið í framleiðslu gæludýrafóðurs undir nafninu Ífex. Að sögn Kjartans hefur orðið talsverð aukning í útflutningi á fóðrinu sem hefur kallað á aukna framleiðslu.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu