Mikil ánægja með nýtt mötuneyti

Mikil ánægja er meðal nemenda, foreldra og starfsmanna í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri með nýtt mötuneyti skólans á Stokkseyri.

Guðmundur Erlendsson, matreiðslumeistari, stjórnar nýja mötuneytinu en þar er allur matur unninn á staðnum og að mestu frá grunni.

Lögð er áhersla á ferskan mat og grænmeti leikur stóran þátt í hverri máltíð. Auk þess eiga allir nemendur og starfsmenn kost á hafragraut á morgnana, að kostnaðarlausu.

Skemmst er frá að segja að mikil ánægja er með nýtt fyrirkomulag, bæði meðal nemenda, foreldra og starfsmanna.

Við mötuneytið starfa auk Guðmundar Erlendssonar; Sarah Seeliger í fullu starfi og í hlutastörfum eru þær Sigríður Jónsdóttir og Auður Hlín Ólafsdóttir.

Frá þessu er sagt á www.stokkseyri.is

Fyrri greinElfa Dögg: Suðurland – Hvorki meira né minna!
Næsta greinKjörstjórnin segir af sér