Mikil ánægja með menningarhúsið

Rangárþing ytra og Ásahreppur hafa gert samning til framtíðar við sóknarnefnd Oddasóknar um nýtingu á Menningarhúsinu á Hellu fyrir viðurkennt félagsstarf í sveitarfélögunum, á sviði menningar- og mannúðarmála og til félagsstarfs eldri borgara.

Áður var í gildi samningur til reynslu sem átti að renna út núna í lok ágústmánaðar. Á heimasíðu Rangárþings ytra segir að reynslan af Menningarhúsinu hafi verið gríðarlega góð og mikil ánægja með samstarfið á allan hátt.

Samningurinn felur í sér greiðslu frá sveitarfélögunum til Oddasóknar að fjárhæð kr. 175.000,- á mánuði til reksturs Menningarhússins.

Fyrri greinEkið um Suðurland í Rally Reykjavík
Næsta grein15 ára piltur villtist á Heklu