Mikið tjón þegar þak á geymsluhúsnæði hrundi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðastliðinn fimmtudag hrundi þak á húsnæði sem nýtt er til geymslu á hjólhýsum, húsbílum og tjaldvögnum á bænum Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Snjór hafði safnast fyrir á þakinu og síðan hlánaði og rigndi í snjóinn og þar með virðist þakið hafa brostið undan þunganum.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Lögregla, ásamt byggingarfulltrúa og fulltrúa frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, hafa rannsakað vettvang og hefur hann nú verið afhentur húsráðanda.

Málið er áfram til rannsóknar hjá lögreglu en ljóst er að umtalsvert tjón hefur orði á húsnæðinu og á munum innanhúss.

Fyrri greinSnuðra og Tuðra, Þórarinn Eldjárn og aðrar kanónur
Næsta greinSASS vill sjúkraþyrlu í loftið sem fyrst