Mikið þrumuveður á Suðurlandi – slydda í Þorlákshöfn

Þrumuský yfir Ingólfsfjalli og sól í Sandvíkurhreppi. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Mikið þrumuveður gekk yfir Suðurlands síðdegis en fjöldi eldinga hefur mælst víða á Suðvesturlandi í dag.

Þykkur og sótsvartur skýjabakki barst síðdegis ofan úr Grímsnesi yfir í Ölfus og honum fylgdu þrumur og eldingar og úrhellis rigning. Þegar skýjabakkinn nálgaðist sjóinn fór að slydda í Ölfusinu, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Eldingar eru algengar á Suðurlandi á þessum árstíma og til dæmis var mikið þrumuveður á Suðurlandi þann 9. ágúst í fyrra. Þessar veðuraðstæður skapast í samspili óstöðugs lofts og lofts sem er rakt og hlýtt.

Rauðu punktarnir eru eldingar dagsins í dag. Mynd/Veðurstofan
Fyrri greinSlökkviliðið kallað að Garðyrkjuskólanum
Næsta greinJørgensen bjargaði stigi fyrir Selfoss