Mikið álag á HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Mikið álag er á Heilbrigðisstofnun Suðurlands vegna innhringinga og fyrirspurna um bólusetningar vegna COVID-19.

Einnig er eitthvað um að fólk komi á bólusetningarstað án þess að hafa verið boðað þangað, þá sérstaklega fólk sem átti að mæta áður en komst ekki þá. Í tilkynningu frá HSU segir að enginn eigi að mæta á bólusetningarstað án þess að hafa fengið SMS um það í símann sinn.

Í þessari viku er verið að bólusetja árganga 1946 og 1947 og hluta af árgangi fæddum 1948.

Eftir páska er stefnt að því að bólusetja þá heilbrigðisstarfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum hætti og síðan verður farið í það að bólusetja 60 ára og eldri, en nú er bólusetning á 70 ára og eldri langt komin.

Fyrri greinKosið um sameiningu samhliða Alþingiskosningum
Næsta greinSjö í einangrun á Selfossi