Mikið tjón í Handverksskúrnum

Það var ekki fögur sjón sem blasti við konunum í Handverksskúrnum á Eyravegi 3 á Selfossi þegar þær mættu til vinnu í dag.

Ofn á neðri hæð hússins frostsprakk í nótt og fossaði heitt vatn út úr jonum. Vatn fór um gólf á neðri hæðinni en á efri hæðinni var mikill hiti og gufa.

Mikið af ýmiskonar föndurvöru er í húsinu og er ljóst að eitthvað af henni hefur skemmst. Þegar sunnlenska.is var á staðnum voru handverkskonurnar strax byrjaðar að leita að nýju húsnæði því ljóst er að plássið á Eyravegi 3 verði ekki nothæft á næstunni.

Fyrri greinJurtastofa Sólheima fær lífræna vottun
Næsta greinSkrifað undir Suðurlandsstrætó