Mikið öskufall undir Eyjafjöllum

Talsvert öskufall hefur verið á svæðinu frá Ásólfsskála að Sólheimajökli í nótt. Veglokun er frá Markarfljótsbrú að Sólheimajökli.

Skyggni hefur verið á bilinu fjögur til fimm hundruð metrar en á köflum hefur það farið niður í um eitt hundrað metra. Í morgun barst tilkynning frá Þorvaldseyri um nær ekkert skyggni á svæðinu.

Frá miðnætti var ákveðin norðanátt yfir gosstöðvunum sem samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands heldur áfram í dag og því hætt við öskufalli undir Eyjafjöllum og jafnvel yfir Vestmannaeyjar.

Fyrri greinGréta Berg sýnir í Hveragerði
Næsta greinNýr meðhjálpari á Stokkseyri