Mikið öskufall í Álftaveri

Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur verið stöðugt í nótt. Rennsli á Markarfljóti er í jafnvægi, en nokkrar gusur hafa mælst nótt. Mikið öskufall er í Álftaveri núna, og var í Skaftártungu í gærkvöld.

Í Meðallandi er líka mikið öskufall og var skepnum komið á hús í nótt. Öskufallið nær ekki að Kirkjubæjarklaustri.

Veginum um Mýrdalssand hefur verið lokað þar sést ekki á milli stika.

Fyrri greinStyrktarsýning á Grís Horror í kvöld
Næsta greinSuðurlandsvegur enn lokaður