Mikið álag á bráðamóttöku

Mikið álag hefur verið á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi síðustu daga vegna veikinda fólks. „

„Þessa dagana eru það 50-70 manns sem koma á bráðamóttökuna daglega. Til að setja þetta í tímann get ég sagt að á mánudag í síðustu viku komu 34 á læknavaktina og 23 á bráðavaktina eða samtals á þessa bráðavakt bara á Selfossi 57. Á þriðjudeginum komu 26 á bráðavaktina og 40 á læknavaktina eða samtals 66,“ sagði Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga í samtali við Sunnlenska.

Hann segir að aðallega sé um öndunarfærasýningar að ræða og vetrarælupestina Noro. Þá hafa nokkur tilfelli inflúensu verið staðfest á svæðinu.

Fyrri greinLyftingafólk fer í smíðastofuna
Næsta greinTelur breytingarnar framfaraskref