Mikið vatn í Bláfjallakvísl

Mikið jökulvatn er í Bláfjallakvísl sem rennur frá norðurhluta Mýrdalsjökuls. Ferðafólk er hvatt til að gæta varúðar og sýna aðgát þar sem vöð yfir ánna gætu verið varahugaverð.

Þetta kemur fram í athugasemd vakthafandi sérfræðings á Veðurstofunni.

Þá er jökulhlaup hafið úr Grímsvötnum og rennur það í Gígjukvísl. Í Grimsvötnum var ekki mikið vatn svo allar líkur eru á að hlaupið verði lítið. Brennisteinslykt gæti fundist á svæðinu en ekki er talið að hætta stafi af hlaupinu.