Mikið spurt um Þrándarlund

„Það hef­ur tölu­vert af fyr­ir­spurn­um borist, ein frá Finn­landi en ann­ars eru það Íslend­ing­ar sem eru að spyrj­ast fyr­ir,“ seg­ir Stefán Páll Pálu­son, sölu­full­trúi hjá fast­eigna­söl­unni Domusnova.

Fast­eigna­sal­an hef­ur fengið til sölu rúm­lega 40 hekt­ara asp­ar­skóg í landi Þránd­ar­lund­ar í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi ásamt eins hekt­ara lóð.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Skóg­ur­inn var að mestu gróður­sett­ur á ár­un­um 1991-1994 og er aðallega ösp af mis­mun­andi kvæm­um en einnig er greni að litl­um hluta.

Skóg­ur­inn þekur um 31 hekt­ara og er meðalhæð um 9,9 metr­ar. Stefán seg­ir að verðmatið sé um 150-160 millj­ón­ir en raun­v­irðið ör­lítið minna.

Arn­ór Snorra­son, sér­fræðing­ur hjá Skóg­rækt rík­is­ins, seg­ir að nokkr­ir skóg­ar hér á landi séu í einka­eign. Þessi til­tekni skóg­ur hafi mikið nýt­ing­ar­gildi en Járn­blendi­fé­lagið á Grund­ar­tanga geti nýtt sér öspina sem kol­efn­is­gjafa. „Þetta er vaxt­ar­leg­ur skóg­ur. Þetta er til­rauna­skóg­ur sem Skóg­rækt­in gerði á sín­um tíma og þarna höf­um við verið með marg­ar til­raun­ir í gegn­um tíðina. Við lít­um á þetta sem ánægju­leg tíðindi. Þarna er timbrið aug­lýst sér­stak­lega og menn sjá að það er orðið að fjár­magni – nokkuð sem þekkt­ist ekki hér áður fyrr,“ seg­ir Arn­ór í samtali við Morgunblaðið.

Fyrri greinBaráttusigur á Eyjamönnum
Næsta greinFerðamanns leitað á Þingvöllum