Mikið sandfok við Óseyrarbrú

Mjög hvasst er víða á Suðvesturlandi, m.a. á Hellisheiði. Það er krapi á Sandskeiði og Hellisheiði, hálkublettir á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði en þæfingur í Efri Grafningi.

Vegir eru þó víðast auðir á Suðurlandi. Mikið sandfok er við Óseyrarbrú.

Skömmu fyrir hádegi snýst suðvestanlands í SV 20-25 m/s og um leið kólnar. Dimm él og hríð um tíma austur yfir Hellisheiði og Mosfellsheiði og hált eftir því. Á láglendi verða krapaél og síðar él.

Veðrið gengur heldur niður síðdegis suðvestanlands en annars ekki fyrr en í nótt.

Fyrri greinSelfyssingar lengi í gang – Mílan tapaði úti
Næsta greinHáskóladagurinn í FSu á mánudaginn