Mikið lifandi, skelfingar ósköp er gaman…

Fjölmenni var í blíðviðrinu í Eyrarbakkafjöru þar sem Jónsmessuhátíð Eyrbekkinga lauk með brennu og fjöldasöng í kvöld.

Hátíðin í dag heppnaðist vel enda veðrið gott og fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna.

Bakkabandið hélt uppi stemmingunni í fjörunni og spilaði undir söng og dansi við bálið og mun skemmtunin á Bakkanum líklega standa fram á nótt eins og venjulega.

Fyrri greinValt af vélsleða
Næsta greinFrítt að veiða í mörgum vötnum