Miðnæturskjálfti fannst í byggð

Mýrdalsjökull. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi, eða klukkan 23:49:48 varð skjálfti í Mýrdalsjökli af stærðinni 3,7.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fannst skjálftinn í byggð og honum fylgdu nokkrir eftirskjálftar, sá stærsti 2,8, 40 sekúndum á eftir stóra skjálftanum. Skjálftinn varð sunnarlega í Kötluöskjunni, rúmum 23 kílómetrum norðan við Vík í Mýrdal.

Nokkur virkni hefur verið í Mýrdalsjökli það sem af er þessu ári en síðast varð skjálfti af svipaðri stærðargráðu þann 23. júlí. Frá áramótum hafa átján skjálftar mælst yfir 3 í Mýrdalsjökli, flestir í hrinunni þann 30. júní síðastliðinn.

Fyrri greinFjallvegum lokað vegna Skaftárhlaups
Næsta greinAð vinna saman að betra samfélagi í rusli