Miðnæturopnun í Sundhöll Selfoss

Sundhöll Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Afléttingu lokana sundstaða verður fagnað með miðnæturopnun í Sundhöll Selfoss aðfaranótt mánudagsins 18. maí.

Sundhöll Selfoss mun opna kl. 00:01, mánudaginn 18. maí, til þess að leyfa sundþyrstum íbúum og gestum að komast sem fyrst í sund. Sundstaðir hafa verið lokaðir frá 24. mars sl. vegna COVID-19.

Sundgestir eru beðnir um að virða þær takmarkanir sem almannavarnir hafa sett fram og starfsfólk mun reyna að leiðbeina gestum eins vel og hægt er. Til dæmis verða takmarkanir á fjölda í heita potta, sauna og eimbaði.

Sundlaug Stokkseyrar opnar síðan fyrir almennum gestum á hefðbundnum tíma kl. 16:30. 

Fyrri greinArilíus Óskars í Stokkseyri
Næsta greinAnna Björk semur við Selfoss