Miðfell er bæjarfjall Hrunamanna

Miðfell hefur verið tilnefnt sem bæjarfjall Hrunamannahrepps í væntanlegri bók yfir öll bæjarfjöll landsins með upplýsingum um gönguleiðir á þau.

Hreppurinn fékk fyrirspurn um hvert bæjarfjall Hrunamanna er frá aðilum sem vinna nú að því að taka saman lista yfir öll bæjarfjöll landsins.

Erindið var sent til umsagnar Ferða- og menningarnefndar sem lagði til að Miðfell yrði tilnefnt sem bæjarfjall og samþykkti hreppsnefndin það á fundi sínum í gær.

Fyrri grein„Það versta sem ég hef séð lengi“
Næsta greinDögun leitar að frambjóðendum