Miðflokkurinn kynnir sex efstu á listanum í Árborg

M-listi Miðflokksins í Árborg opnaði kosningaskrifstofu sína við Eyraveg 5 á Selfossi í dag og kynnti um leið hverjir skipa sex efstu sætin á framboðslistanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Flokkurinn hafði áður tilkynnt að Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur, yrði oddviti listans.

Í dag var einnig tilkynnt hver mun skipa heiðurssæti listans en það er Guðmundur Kr. Jónsson, nýkjörinn heiðursformaður Héraðssambandsins Skarphéðins og fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Sex efstu sæti listans skipa:
1. Tómas Ellert Tómasson, oddviti og byggingarverkfræðingur
2. Guðrún Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur
3. Solveig Pálmadóttir, Bs í viðskiptalögfræði og hársnyrtimeistari
4. Ari Már Ólafsson, húsasmíðameistari
5. Erling Magnússon, lögfræðingur
6. Sverrir Ágústsson, félagsliði á réttargeðdeild LSH

Fyrri greinGarðar og Jóhanna Ýr efst á B-listanum í Hveragerði
Næsta greinVélsleðaslys að Fjallabaki