Miðflokkurinn býður fram í Suðurkjördæmi

Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur tekið ákvörðun um að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum sem haldnar verða laugardaginn 26. maí næstkomandi.

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér á framboðslista flokksins í sínu sveitarfélagi eru beðnir um að senda upplýsingar um sig á sudur@midflokkurinn.is, ásamt því sæti sem óskað er eftir.

Frestur til að skila inn framboðum er til klukkan 12:00, laugardaginn 3. mars næstkomandi.

Fyrri greinTap gegn toppliðinu
Næsta greinÓvissustigi lýst yfir á Hellisheiði