Miðbærinn iðar af lífi

Það var múgur og margmenni á ráðhúströppunum á Selfossi í kvöld þegar kveikt var formlega á jólaljósunum í Árborg.

Það var Dís Ármannsdóttir, yngsta afmælisbarn dagsins í sveitarfélaginu, sem kveikti á þúsund ljósaperum sem lýsa upp bæinn.

Reyndar var spenningurinn hjá mannfjöldanum svo mikill að ljósin voru kveikt tíu mínútum á undan áætlun.

Áður en ljósin voru kveikt söng Barna- og unglingakór Selfosskirkju og efnilegar söngkonur úr félagsmiðstöðinni Zelsiuz stigu á stokk. Skátar úr Fossbúum buðu upp á heitt sem margir þáðu í rigningu og 9 stiga hita.

Í kvöld hefur verið líf og fjör í miðbæ Selfoss en verslanir eru með opið til kl. 22 í kvöld bjóða upp á fjölbreytt tilboð á vörum til þess að fagna jólaljósadýrðinni.

Fyrri greinVefmyndavél á Þingvöllum
Næsta greinGuðmundur greiði 76 milljónir