Metvelta í desember á Suðurlandi

Heildarveltan á fasteignamarkaðnum á Suðurlandi í desember 2017 var tæplega 3,1 milljarður króna. Þetta er mesta heildarveltan á Suðurlandi í desember síðan Hagstofan birta þessar tölur árið 2012.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Suðurlandi í desember 2017 var 111. Þar af voru 16 samningar um eignir í fjölbýli, 59 samningar um eignir í sérbýli og 36 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 3.085 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,8 milljónir króna.

Af þessum 111 samningum voru 56 samningar um eignir í Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Þar af voru 12 samningar um eignir í fjölbýli, 36 samningar um eignir í sérbýli og 8 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan á þessu svæði var 1.818 milljónir króna og meðalupphæð á samning 32,5 milljónir króna.

Þetta er mesta heildarveltan í desembermánuði á Suðurlandi síðan Hagstofan tók að birta þessar tölur árið 2012. Heildarveltan á Árborgarsvæðinu var þó meiri í desember í fyrra þegar hún var tæpir 2,2 milljarðar.

Fyrri greinTakk fyrir árið 2017
Næsta greinÞrír sunnlenskir skólar fá forritunarstyrk