Metveiði í Stóru Laxá

Þegar öll kurl eru komin til grafar varðandi veiðitölur í Stóru-Laxá í Hreppum kemur í ljós að heildarveiði sumarsins er 795 laxar sem er metveiði á einu sumri.

Ákaflega rólegt var á öllum svæðum í ánni framan af sumri, enda áin vatnslítil og göngur létu á sér standa. Seinnipart ágúst færðist þó líf í ánna, sérstaklega á svæði 1 og 2, og septembermánuður var mjög gjöfull.

Á vef leigutakans, Lax-á, kemur fram að 95% af þessum 795 löxum var sleppt aftur.