Metatron bauð lægst í innanhússfrágang

Í fyrsta áfanga hússins er hálfur knattspyrnuvöllur og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir.

Metatron ehf átti lægsta tilboðið í innanhússfrágang í fjölnota íþróttahúsi sem nú er í byggingu á íþróttasvæðinu á Selfossi.

Tilboð Metatron hljóðaði upp á 112 milljónir króna en kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á 102 milljónir króna. Leiktæki og sport ehf buðu rúmlega 120,4 milljónir króna og Altis ehf 152,7 milljónir króna.

Yfirferð tilboðs lægstbjóðanda er nú í gangi en verkinu á að vera lokið um miðjan júlí. Stefnt er að opnun hússins fyrir Unglingalandsmótið á Selfossi um verslunarmannahelgina.

Fyrri greinÉg á alltaf bleikan tannbursta
Næsta greinBarbára best hjá Selfyssingum