Met opnunardagur í Ytri-Rangá

Veiðimenn sem voru svo heppnir að opna Ytri Rangá á sunnudag lentu svo sannarlega í veislu en alls komu átján laxar á land og meirihlutinn var vænn tveggja ára lax.

Stærsti lax opnunardagsins var 89 sentimetrar. Fiskur var á öllum svæðum í ánni en veitt var á fjórtán stangir á sjö svæðum.

Allir laxarnir fengust á flugu nema einn sem fékkst á spún.

Er þetta besti opnunardagur í Ytri Rangá sem menn muna eftir og vonandi það sem koma skal í ánni í sumar.

Fyrri greinGengið í slóð Fjalla-Eyvindar
Næsta greinTilkynnt um „kind á hvolfi“