Metþátttaka í göngu við ströndina

Rúmlega hundrað manns tóku þátt í göngu sem Gönguhópur Íslandsbanka stóð fyrir í dag við ströndina og hefur aldrei verið svo góð þátttaka í gönguferðum bankans.

Gengið var í tveimur hópum vegna hins mikla fjölda; frá Stokkseyrarkirkju vestur þorpið, nýja göngustíginn og yfir nýju göngubrúnna á Hraunsá, um Hraunshverfið, frá Stóra-Hrauni um gömlu upphlöðnu þjóðleiðina, um Flatirnar og gegnum Eyrarbakkaþorp til vesturs að veitingahúsinu Rauða húsinu þar sem allir borðuðu súpu.

Það var útibú Íslandsbanka á Selfossi sem hafði frumkvæði um gönguna hjá bankanum en Félagsheimilið Staður, Menningar-Staður á Eyrarbakka sá um undirbúning og framkvæmd.

Göngustjóri var Siggeir Ingólfsson og honum til aðstoðar var Björn Ingi Bjarnason.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 1/2013 – Úrslit
Næsta greinÆgir og Hamar sigruðu – Rangæingar lutu í gervigras