Mesta mengun sem mælst hefur

Tilkynningar hafa borist um mikið öskufall undir Eyjafjöllum, í Vík í Mýrdal og í Álftaveri í morgun.

Mælingar Umhverfisstofnunar á svifryki í Vík í Mýrdal hafa farið langt yfir heilsuverndarmörk og var sólarhringsmeðaltal gærdagsins 418 µg/m3. Í nótt mældust hæstu klukkutímagildi, sem mælst hafa frá því farið var að mæla svifryk á Íslandi. Fólk er því eindregið ráðlagt að halda sig innan dyra við slíkar aðstæður fara ekki út úr húsi án rykgrímu og hlífðarglerauna.

Þá er nauðsynlegt að þétta hurðir og glugga, jafnframt því að hækkað hitastig innanhúss getur haldið öskunni frá því að berast inn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu má búast við öskufalli sunnan og suðaustan við Eyjafjallajökul í dag og framundir hádegi á morgun.

Fyrri greinÖskufall í Mýrdalnum
Næsta greinLífeyrissjóður eignast golfvöllinn á Svarfhóli