Mest andstaða í Suðurkjördæmi

Þegar talið hafði verið upp úr kjörkössum í Suðurkjördæmi í kosningum um Icesave-lögin var niðurstaðan 72,9% nei en 27,1% já.

Á kjörskrá í Suðurkjördæmi eru 32.955. Alls greiddu 24.881 atkvæði eða 75,5% kjósenda.

Á landsvísu eru nærri 60% kjósenda á móti Icesave-lögunum en andstaðan er mest í Suðurkjördæmi.

Suðurkjördæmi:
Talningu er lokið.
Kjörsókn: 75,5% (24.881 greiddu atkvæði)
Já: 27,1%
Nei: 72,9%

Fyrri greinHamar og KFR töpuðu
Næsta greinFjórir gistu fangageymslur