Merkur áfangi í Njálureflinum

Það var stór áfangi sem náðist í Njálurefilsstofunni á Hvolsvelli í vikunni þegar skrifað var í gestabók refilsins í 5 þúsundasta sinn.

Svo skemmtilega vildi til að það var Helga Sigurðardóttir úr Fljótshlíðinni sem ritaði nafn sitt númer 5000 en Helga hefur verið einn allra ötulasti saumarinn síðan byrjað var að sauma og hefur hún komið á hverju þriðjudagskvöldi síðan í febrúar 2013. Helga fékk að launum handavinnupakka og valdi hún sér pakka með mynd af Hallgerði, Glúmi og Þorgerði.

Nú hafa yfir 30 metrar verið fullkláraðir í Njálureflinum og saumaskapurinn gengur framar björtustu vonum. Heimamenn jafn og ferðamenn hafa komið og skilið eftir spor í sögunni og þetta frábæra verkefni hefur vakið verðskuldaða athygli á Íslandi og erlendis.

Fyrri greinAuðnuspor með þér
Næsta greinSelfoss upp í 6. sætið