Menntaverðlaun Suðurlands afhent í dag

Frá afhendingu Menntaverðlauna Suðurlands á síðasta ári. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands fer fram kl. 17 í dag í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Á fundinum verða veittir nýir rannsóknarstyrkir og Menntaverðlaun Suðurlands afhent. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mun afhenda styrkina og menntaverðlaunin.

Ragnheiður Hergeirsdóttir styrkþegi kynnir verkefnið sitt; Félagsþjónusta og samfélagsleg áföll. Fundarstjóri er Laufey Ósk Magnúsdóttir

Að fundi loknum um kl. 18.00 býður sjóðurinn öllum gestum upp á veitingar í kaffiteríu fjölbrautaskólans. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Fyrri greinÁfram skelfur í Ölfusinu
Næsta greinArnaldur ráðinn í Eyrarbakkaprestakall