Menntaskólinn að Laugarvatni meðal fyrirmyndarstofnana

Ljósmynd/ml.is

Menntaskólinn að Laugarvatni varð í 3. sæti í valinu fyrirmyndarstofnunum ársins 2020 í flokki meðalstórra stofnana.

ML stekkur þar upp um eitt sæti, en skólinn var í 4. sæti í fyrra og í 7. sæti árið 2018. 

Menntaskólinn að Laugarvagni er eina sunnlenska stofnunin sem kemst á listann þetta árið en könnun er gerð árlega hjá stofunum ríkis og sveitarfélaga og sjálfseignarstofnunum, þar sem lagt er mat á starfsumhverfi stofnana í opinberri þjónustu. 

Stofnanir ársins 2020 eru Norðlingaskóli, Aðalskrifstofa Akraneskaupstaðar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Jafnréttisstofa. 

Nánari upplýsingar um Stofnun ársins má nálgast á vef Sameykis.