Menntaskólinn að Laugarvatni 60 ára

Það er glampandi sólskin á Laugarvatni í dag og full ástæða til. Menntaskólinn að Laugarvatni var stofnaður þann 12. apríl 1953 og er því fagnað með laugvetnskri afmælishátíð í allan dag.

Hátíðin hófst með árbít kl. 8:30 í morgun og í morgun iðkuðu ML-ingar glímu, vígðu útiblakvöll og háðu kraftakeppni þar sem keppt var um titlana ML-skessan og ML-tröllið.

Eftir hádegi er ýmislegt gert til hátíðarbrigða en dagskránni lýkur kl. 16:00. Kl. 15:30 ætlar kór ML að láta sönginn hljóma um allt húsið og með honum lýkur dagskránni formlega, þó gestir geti áfram sest niður og fylgst með myndefni af ýmsum toga á fimm mismunandi stöðum í húsinu.

Allir hjartanlega velkomnir.

Fyrri greinHerjólfur tekinn í tog
Næsta greinAgnes sigraði í upplestrarkeppninni