Mennirnir réru í land

Mennirnir sem björgunarsveitir leituðu að á Þingvallavatni í kvöld náðu að róa í land eftir að lítill bátur sem þeir voru á varð vélarvana.

Bátsverjarnir eru í símasambandi við lögreglu og björgunarsveitarmenn en þeir vissu ekki hvar þeir komu að landi enda svartamyrkur og þeir ljóslausir.

Mennirnir hafa þeir verið beðnir um að halda kyrru fyrir á meðan björgunarsveitarmenn ganga meðfram vatninu og leita þeirra í nágrenni Miðfells.

Fyrri greinVélarvana á Þingvallavatni
Næsta greinMarín glímudrottning Íslands