Mennirnir fundust mjög kaldir

Frá útkallinu á Vatnajökli í kvöld. Ljósmynd/Landsbjörg

Rétt upp úr klukkan tíu fundu björgunarsveitarmenn týndu ferðamennina á Vatnajökli. Þeir voru búnir að grafa sig í fönn til að leita skjóls fyrir veðri.

Björgunarsveitarfólk á snjósleðum og björgunarsveitabíl eru á vettvangi og hlúa nú að mönnunum og undirbúa þá fyrir flutning af vettvangi, þeir eru orðnir mjög kaldir.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að veður og skyggni hafi skánað töluvert og er þyrla væntanleg á vettvang til að flytja mennina til Reykjavíkur.

Fyrri greinFriðrik leiðir D-listann í Hveragerði
Næsta grein„Það verða mikil læti“