Mennirnir á pallbílnum fundnir

Mennirnir sem reyndu innbrot í Tíuna í Hveragerði um helgina eru fundnir eftir að lögreglu barst ábending um bíl þeirra í dag.

Í morgun leitaði lögreglan á Selfossi til almennings um upplýsingar um gráa pallbifreið sem hefði sést við Tíuna aðfaranótt sunnudags.

Ábending kom fljótlega um bifreiðina en henni hafði verið stolið í Reykjavík um helgina. Þjófarnir, sem voru tveir, eru þeir sömu og eyðilögðu hlið við Syðri-Brú í Grímsnesi þessa sömu nótt.

Þeir hafa viðurkennt að hafa reynt að brjóta upp hurðina í söluturninum í Hveragerði.

TENGDAR FRÉTTIR:
Innbrotstilraun í Tíuna