Menningarviðurkenning Árborgar endurvakin

Varðveisluhús Byggðasafns Árnesinga að Búðarstíg 22. Ljósmynd/Aðsend

Sveitarfélagið Árborg endurvekur menningarviðurkenningu Árborgar og veitir hana sunnudaginn 26. október næstkomandi kl. 14 í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnesinga að Búðarstíg 22 á Eyrarbakka.

Viðurkenningin er veitt vegna framúrskarandi starfa í þágu menningarlífs í Árborg. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Menningarmánaðarins október.

Viðurkenningin verður veitt beint eftir viðburð Byggðasafnsins „Sögu horfinna húsa á Eyrarbakka púslað saman“ sem hefst k. 14 en safnið tekur virkan þátt í menningarmánuði í ár sem áður og hefur boðið upp á viðburði í safnhúsum sínum alla sunnudaga í október.

Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, mun veita viðurkenninguna fyrir hönd bæjarráðs og eru allir íbúar velkomnir til þess að fagna með viðurkenningarhöfum.

Fyrri greinSandra nýr framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar
Næsta greinFarsæld barna og byggðaþróun í brennidepli