Menningarsalurinn fékk flygil að gjöf

Menningasal Oddasóknar á Hellu barst vegleg gjöf á tónleikum um síðustu helgi þegar Karlakór Rangæinga, Kvennakórinn Ljósbrá og Samkór Rangæinga afhentu salnum nýjan flygil.

Með nýju hljóðfæri festir menningarsalurinn sig enn betur í sessi sem tónlistarhús en eldri flygill var orðinn ansi lasburða og sendir Oddasókn kórunum sínar bestu þakkir fyrir gjöfina.

Tónleikar sjálfir fóru vel fram, og voru vel sóttir en þar komu fram Hringur, kór eldri borgara, Kvennakórinn Ljósbrá, Harmonikufélag Rangæinga og Karlakór Rangæinga. Allur ágóði af tónleikunum verður nýttur til að bæta aðstöðuna í menningarsalnum enn frekar.

Fyrri greinÖlfusárbrú skreytt fyrir jólin
Næsta greinMaggnús hreppti Pétursbikarinn