Meistaraliðið í Ölfusinu óbreytt

Árný Leifsdóttir, Hannes Stefánsson og Magnþóra Kristjánsdóttir skipa Úrsvarslið Ölfuss. Ljósmynd/RÚV

Ríkjandi meistarar í Ölfusi mæta Grindavík í fyrsta þætti Útsvarsins í Ríkissjónvarpinu næstkomandi föstudagskvöld.

Ölfusingar unnu glæsilegan sigur í keppninni á síðasta vetri og er lið þeirra áfram skipað þeim Árnýju Leifsdóttur, Hannesi Stefánssyni og Magnþóru Kristjánsdóttur.

Útsvarið er með breyttu sniði í ár, færri sveitarfélög keppa og þáttaröðin verður stytt. Þannig er boðið til keppni þeim liðum sem hafa unnið Útsvarið síðastliðin 11 ár, komist í úrslit eða farið mjög nærri því. Einnig verða fjögur óhefðbundnari lið með í keppninni.

Sem fyrr eru það Sóli Hólm og Gunna Dís sem eru spyrlar en Jón Svanur Jóhannsson er nýr aðaldómari og spurningahöfundur.

Fyrri grein„Geggjað að ná jafntefli“
Næsta greinAlly og Guðmundur Axel leikmenn ársins