Meirihlutinn hélt í Hrunamannahreppi

H-listinn í Hrunamannahreppi hélt meirihluta sínum í hreppsnefnd með 54,9% atkvæða og þrjá menn.

Kjörsókn var ágæt í Hrunamannahreppi, 422 atkvæði skiluðu sér í kjörkassa frá 82,9% kjörgengra. H-listinn fékk 232 atkvæði en Á-listinn 174 atkvæði.

Hreppsnefndarmenn eru þessir:

1. Ragnar Magnússon (H)
2. Esther Guðjónsdóttir (Á)
3. Halldóra Hjörleifsdóttir (H)
4. Gunnar Þór Jóhannesson (Á)
5. Unnsteinn Eggertsson (H)

Fyrri greinNýr meirihluti í GOGG
Næsta greinÖruggur sigur B-listans í Mýrdalnum